Kolaportið
IS | EN

Velkomin á heimasíðu Kolaportsins


Opnunartími yfir páska

Kolaportið verður opið skírdag, laugardag og annan í páskum. Lokað föstudaginn langa og páskadag.

 

Laust pláss við austurinngang Kolaportsins. Nokkrir básar eru nú lausir næstu helgar til útleigu við vinsælasta innganginn í Kolaportið. Sendu okkur póst á kolaportid@kolaportid.is til að panta.

 

Kolaportið var opnað 8. apríl 1989 í bílageymslu bílastæðasjóðs Reykjavíkur í húsi Seðlabankans í miðborg Reykjavíkur. Með stuðningi Reykjavíkurborgar og Fjármálaráðuneytisins flutti Kolaportið starfsemi sína á árinu 1994 í framtíðarhúsnæði á neðstu hæð Tollhússins við Tryggvagötu í miðborg Reykjavíkur.

 

 

Það eru fáir staðir hér á landi sem fólk sækir meira en markaðstorg Kolaportsins. Fjölbreytnin gerir þetta skemmtilega umhverfi ólíkt öllum öðrum verslunarstöðum,  en þar er að finna notaða vöru, nýja vöru, matvæli, handverksvöru, fatnað, skartgripi,  skó, antikvöru, húsgögn, bækur, innfluttar vörur frá öllum heimshornum, svo eitthvað  sé nefnt. Stemningin á markaðstorginu er eins og í litlu bæjarfélagi, kaupmenn kalla á viðskiptavini, heildsalar kynna nýja vöru, stjórnmálaöfl dreifa bæklingum, kórar  taka lagið og selja kompudót í fjáröflunarskyni, fjöldi manns er mættur með gamla  dótið úr geymslunni og ættarmótin koma saman í Kaffi Porti.

 

Kolaportið er opið laugardaga og sunnudaga frá kl. 11-17 .

 

Kolaportið á Facebook

 

Kolaportið | Tryggvagötu 19 | 101 Reykjavík | Sími 562 5030 | kolaportid@kolaportid.is