regn markaðurinn

Regn markaðurinn er komin í jólaskap og ætla að þjófstarta jólagleðinni með sannkallaðri nostalgíu; fatamarkaði í Kolaportinu

Rúmlega 30 ólíkir seljendur munu selja af sér spjarirnar yfir helgina og því tilvalið tækifæri að næla sér í jóladressið eða hefja jólainnkaupin 

Seljendur munu skiptast niður á dagana svo það verður eitthvað nýtt og spennandi að finna bæði laugardag og sunnudag.

Það verður nóg um að vera í bænum þessa helgi en Jólaport Kolaportsins mun opna auk þess sem kveikt verður á jólakettinum sjálfum.

Auk fatamarkaðs Regn verður margt um að vera í Kolaportinu m.a. jólahús, risajólatré, jólabjór, jólaglögg, jólaviðburðir og notaleg jólasteming inni í hlýjunni.

Húsið opnar á slaginu 11:00 og standa dyrnar opnar til kl. 18:00 á laugardag og til 17:00 á sunnudaginn.

Öll kaup fara í gegnum appið svo við mælum með næla sér í Regn á App og Play Store 

Sjá nánar hér:

Previous
Previous

Jólaportið opnar

Next
Next

Jólabarinn