rekstur lítillar matvöruverslunar

  • Við óskum eftir rekstraraðila

  • Matvöruverslun í Kolaportinu

  • Opið alla daga vikunnar

  • Stærð 100-150 fermetrar

  • Leiga: Veltutengd leiga

Hafðu Samband

KOlaportið

nýjir tímar í kolaportinu

Nýir rekstraraðilar tóku við Kolaportinu síðasta haust og með þeim hófst nýr kafli í sögu þessa einstaka markaðar. Nýir rekstraraðilar, þeir Róbert Aron og Einar Örn, hafa meðal annars rekið Götubitahátíðina í Reykjavík og City Food Hall mathöllina í Stokkhólmi og hafa víðtæka og langa þekkingu af rekstri og veitingabransanum.

Róbert og Einar koma með ferska sýn á hvernig Kolaportið mun þróast og blómstra á komandi árum.

Fyrir jól 2025 var haldinn afar vel heppnaður jólamarkaður, Jólaportið, þar sem fjöldi nýrra söluaðila mættu í Kolaportið og gestir streymdu að í mun meira mæli en áður. Stemningin var lifandi, fjölbreytt og hugguleg.

Fram undan eru frekari breytingar sem munu gera Kolaportið að enn meira spennandi og líflegri áfangastað – bæði fyrir Íslendinga og ferðamenn sem vilja upplifa eitthvað ekta, óvænt og skemmtilegt í hjarta Reykjavíkur.


matvöruverslun

Við auglýsum eftir áhugasömum rekstraraðilum til að reka litla matvörubúð í Kolaportinu.

Hugmyndin er að búðin sé með opið alla daga vikunnar. Heildarstærð búðarinnar er samkomulagsatriði, en gæti verið um 100-150 fermetrar.

Leiga er sanngjörn og mögulegt er að hafa búðina opna alla daga vikunnar.


hafðu samband

Viltu vita meira? Sendu póst á margret@kolaportid.is